Umhverfisráð - 325 (13.8.2019) - Breytingar á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis
Málsnúmer201905162
MálsaðiliUmhverfis- og tæknisvið
Skráð afirish
Stofnað dags14.08.2019
NiðurstaðaSamþykkt
Athugasemd
TextiÍ ljósi framkominna athugasemda og ábendinga á kynningarfundi með íbúum dags. 6. ágúst s.l. þar sem kynnt var tillaga um breytingar á gildandi deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis, samþykkir umhverfisráð að gerðar verði eftirfarandi breytingar á tillögunni: 1. Að hámarksbyggingarmagni á lóðunum Hringtúni 17 og 19 verði haldið óbreyttu frá gildandi deiliskipulagi, þ.e.a.s. verði áfram 260 m² í stað 300 m². 2. Að lóðirnar Hringtún 42 og 44 verði sameinaðar í eina lóð með fjögurra íbúða raðhúsi á einni hæð sem liggur samsíða götu. Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs mun samkvæmt samþykkt byggðaráðs dags. 11. júlí s.l. auglýsa tillöguna svo breytta skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.